Vanþróuð netverslun á Íslandi er tækifæri!

Tek heilshugar undir orð Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og Þjónustu í fréttum Stöðvar 2 þann 9.september sl. (Horfa á frétt). Íslensk verslun á svo sannarlega langt í land með að geta keppt við önnur lönd og það sem meira skiptir langt í land í að mæta væntingum viðskiptavina, þá sérstaklega aldamótakynslóðarinnar!

Meðan íslenskar verslanir eru að taka við sér með því að opna loksins netverslun (multi channel) eru kröfur neytenda orðnar svo miklu meiri, þeir krefjast þess að netverslun, hefðbundin verslun og allir aðrir kanalar sem þeir nota á kaupferlinu renni saman í eitt (seamless customer journey). Rannsóknir sýna að þær verslanir sem tileinka sér þessa stefnu, kölluð Omni channel retail strategy, eru mun líklegri til að lifa af, vaxa og dafna.

Auknar væntingar viðskiptavina og þróun í erlendri verslun er klárlega ógnun við íslenskar verslanir en einnig gríðarlegt tækifæri, það er tími til kominn að snúa vörn í sókn!!!

%d bloggers like this: