Þetta er spurning sem ég fæ mjög oft, hvort Omni channel innleiðing sé raunhæf fyrir íslensk fyrirtæki. Ég skil vel hvers vegna stjórnendur spyrja sig þessarar spurningar. Tækniþróunin er orðin svo hröð að það getur verið erfitt að sjá hvar eigi eiginlega að byrja til að mæta væntingum viðskiptavina um samþætta sölu og markaðssetningu (Omni channel) og hvaða lausnir séu raunhæfar fyrir íslenskan markað. En svarið liggur einmitt í þessari setningu, lykillinn er einfaldlega AÐ BYRJA. Ekki hugsa um samþætta sölu og markaðssetningu eins og uppfærslu á tölvukerfi, frá 3.0 í 4.0., sett í loftið þegar allt er 100% samþætt, heldur skref fyrir skref nálgun úr 3.1 í 3.2 í 3.3. og þar fram eftir götunum. Þetta er verkefni sem er og verður stöðugt í þróun.
Ég segi það enn og aftur, það er engin ein lausn sem hentar öllum fyrirtækjum og það sem meira er að áður en farið er að hugsa um lausnir þá þarf að hugsa um heildarmyndina, hvernig á að nálgast þetta verkefni. Hvar er fyrirtækið statt núna? Hvar er hægt að bæta samþættingu? Hvernig? Hvenær? Hvað má hún kosta? Hvað skilar mestum árangri? Hvað er raunhæft að bjóða uppá? o.s.frv. Þetta er því stefnumótandi verkefni sem þarf að nálgast með því að greina núverandi stöðu, móta stefnu og setja niður nákvæma aðgerðaáætlun ÁÐUR en farið er í að finna lausnir. Líki þessu oft við að fara í ferðalag, okkur langar í ferðalag (Omni channel innleiðing) en erum ekki búin að plana hvert við ætlum, hvenær eða hvernig en æðum samt af stað…..

Fyrsta skrefið í átt að samþættri sölu og markaðssetningu, eða Omni channel innleiðingu, er því að taka ákvörðun um að hefja þetta ferðalag. Annað skrefið er að greining, þriðja skrefi er stefnan og fjórða skrefið nákvæm aðgerða áætlun. Í fjórða skrefinu er tímabært að skoða lausnir.
Ætlar þú að bíða eftir að samkeppnin fari fram úr þér eða viltu hefjast handa og mæta betur væntingum viðskiptavina og bæta árangur þíns fyrirtækis? Ef svarið er já en þig vantar aðstoð þá endilega hafðu samband, hvort sem um ræðir stutt spjall eða aðstoð við að leiða þetta ferli með þér.