Kynning á Omni channel hjá FKA

Föstudaginn 26.janúar verður Edda með kynningu hjá FKA um Omni channel sölu og markaðssetningu og hvers vegna það er svona mikilvægt fyrir fyrirtæki að hefja innleiðingu. Sjá auglýsingu frá FKA hér að neðan.

FKA logo
Vissir þú að kauphegðun viðskiptavina hefur umbreyst í kjölfar tækninýjunga og snjallsíma notkunar? Dagar hefðbundinnar sölu og markaðssetningar eru liðnir.

Fræðslunefnd FKA býður til fundar í samstarfi við Eddu Blumenstein. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig kauphegðun viðskiptavina hefur gjörbreyst með stafrænu byltingunni og í kjölfarið hvernig verslunar og þjónustufyrirtæki eru að bregðast við þessum breytingum með innleiðingu á svokallaðri Omni Channel sölu og markaðssetningu. Omni channel snýst um að bjóða viðskiptavinum hnökralausa upplifun á kaupferlinu (seamless customer experience) með samruna hefðbundinnar og stafrænnar verslunar og þjónustu.

Fyrirlesarinn er Edda Blumenstein, ráðgjafi í Omni Channel innleiðingu og vinnur að doktorsrannsókn í Omni Channel.

Ekki láta þenna fund fram hjá þér fara – en hann er frír fyrir FKA konur sem frjálst er að bjóða með gest.

Hvenær:  Föstudagurinn, 26. janúar
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35
Tími: 8.30 – 9.30

Hlökkum til að sjá þig

SKRÁ MIG

Leave a Reply

Discover more from beOmni

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading