Sjálfstætt framhaldsnámskeið 25. janúar hjá SVÞ – Mótun Omni channel stefnu

Sjálfstætt framhaldsnámskeið 25. janúar – Mótun Omni channel stefnu

5 lykilskref í mótun árangursríkrar Omni channel sölu og markaðsstefnu
Það er engin ein pakkalausn til þegar kemur að innleiðingu á Omni channel sölu og markaðssetningu. Fyrirtæki eru að innleiða Omni channel á mismunandi vegu; útfrá getu fyrirtækisins, áskorunum sem það stendur frammi fyrir og væntingum viðskiptavina. Omni channel innleiðing í sölu og markaðssetningu er því stefnumótandi verkefni sem þarf að nálgast með því að greina núverandi stöðu, móta stefnu og setja niður nákvæma aðgerðaáætlun áður en farið er í að finna tæknilegar lausnir og útfærslur.

Á námskeiðinu verður farið yfir 5 lykilskref hvernig þitt fyrirtæki getur mótað árangusríka Omni channel sölu og markaðsstefnu.

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af fyrri námskeiðum um Omni channel sölu og markaðssetningu hjá SVÞ.

Stjórn námskeiðs: Edda Blumenstein, sem er ráðgjafi í Omni channel og vinnur að doktorsrannsókn á Omni Channel við Leeds University Business School.

Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, kl. 8:30 – 10:00, fimmtudaginn 25. janúar 2018.

Létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15

Smelltu hér til að skrá þig.

SaveSave

Leave a Reply

%d bloggers like this: