Waitrose & Partners matvörukeðjan prufukeyrir 2ja tíma heimsendingu

Waitrose & Partners matvörukeðjan bregst við harðnandi samkeppni og væntingum yngri viðskiptavina um hraða og þægindi með því að prufukeyra afhendingu innan tveggja klukkustunda. En rannsóknir matvörurisans sýna að 2/3 viðskiptavina fara í matvöruverslun oftar en einu sinni á dag. Sérstaklega er þetta algengt meðal 18-24 ára sem er tvisvar sinnum líklegri að heimsækja matvöruverslanir tvisvar á dag en 55 ára og eldri .

Viðskiptavinir Waitrose & Partners geta í fyrsta sinn valið um afhendingu innan tveggja klukkustunda, samdægurs eða á valið tíma sem þeim hentar. Fyrir þjónustuna greiða  viðskiptavinir £5, sem samsvarar um 730 kr., og lágmarks upphæð sem versla þarf fyrir er £10, sem samsvarar um 1500 kr.

Viðskiptavinir geta keypt og fengið afhent með þessum hætti allt að 20 vörur af rúmlega 1.500 í gegnum rapid.waitrose.com.

Screen Shot 2018-09-20 at 10.02.13

 

Verkefnið er unnið með startup dreifingarfyrirtækinu On the dot, og er þjónustan eingöngu í boði í ákveðnum hverfum í London á meðan verið er að prufukeyra þjónustuna.

Öllum vörum sem eru keyptar og afhentar í gegnum rapid.waitrose.com er safnað saman af starfsfólki Waitrose & Partners og afhent af On the dot. Verkefnið er einnig umhverfisvænt þar sem ekki eingöngu er notast við sendiferðabíla heldur einnig hjól.

Haft er eftir Richard Ambler, Head of Business Development at Waitrose & Partners:

“Customers are increasingly wanting to buy whatever they want when they want it. For many, we have moved away from the weekly supermarket visit to give us more fluidity with our busy lives and give us better control against over-buying and waste. Our trips to the supermarket are therefore much more frequent – Waitrose Rapid Delivery ensures we give our customers even greater flexibility and convenience to get their shopping as and when they want it.”

Santosh Sahu, CEO at On the dot, bætir við:

“The grocery sector is undergoing its biggest shift for decades – one where convenience and immediacy will win. Customers are shifting away from the routine of the big weekly shop – instead, time-poor and convenience-driven consumers are opting for ultra-fast deliveries of small baskets at a time that suits them. Customers want to take back control and remain informed on the status of their deliveries in real-time. Waitrose & Partners has always put the customer first and this partnership recognises the influence that delivery has on a customer’s shopping experience. On the dot enhance this customer experience by delivering great quality food to customers’ front doors. We are very excited to be partnering with one of the UK’s leading retailers and can’t wait to help Waitrose provide the rapid service its customers want.”

Að greina þarfir viðskiptavina á kaupferlinu er ekki lengur val heldur nauðsyn, byggt á þessum greiningum þarf að bregðast við, móta skýra stefnu og innleiða nýjungar sem mæta þessum þörfum. Lykilatriði fyrir íslenskar verslanir er að hefja þetta ferli, tileinka sér þessa hugsun og taka eitt skref í einu.

HAFA SAMBAND

 

%d bloggers like this: