Kringlan undirbýr stafræna innleiðingu

Í byrjun árs byrjaði ég að vinna með Kringlunni í að móta heildræna stefnu sem mætir breyttri kauphegðun og væntingum íslenskra viðskiptavina.

Stefnan byggir að sjálfsögðu á Omni channel sölu og markaðssetningu, enda hefur Kringlan sett sér markmið um að verða leiðandi í stafrænni verslun. Sigurjón Örn Þórsson, Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir í Morgunblaðinu sl. miðvikudag;

“Við stefnum að því að geta þjónað viðskiptavinum okkar með heildstæðri nálgun þar sem netheimar og raunheimar renna saman í eitt” .

Rannsóknir sýna að leit að vörum og þjónustu byrjar að miklu leiti á netinu og því verður viðskiptavinum Kringlunnar gert kleift að leita í heildar vöruúrvali verslana á einum stað, Kringlan.is. Viðskiptavinir geta svo valið hvort þeir klári kaupin í gegnum netverslun viðkomandi verslunar eða heimsæki verslunina sjálfa í Kringlunni. Með þessu er Kringlan að bregðast við breyttri kauphegðun viðskiptavina og ólíkum þörfum.

Heildstæð nálgun þýðir að Kringlan er ekki að hugsa um stafræna innleiðingu sem eingöngu netverslun, heldur nær stefnan yfir heildar kaupferli viðskiptavina og hvernig Kringlan mun þjónusta og verða við óskum viðskiptavina í hverju skrefi á kaupferlinu.

Eitt af lykilskrefum á kaupferli viðskiptavina snýr að afhendingu. Kringlan mun þar af leiðandi skoða möguleika á því að auðvelda viðskiptavinum að fá vörur afhentar sem keyptar hafa verið í Kringlunni, t.d. með heimsendingarþjónustu Kringlunnar.

Omni channel sölu og markaðssetning byggir á væntingum viðskiptavina viðkomandi fyrirtækis eða vörumerkis, ekki bara þeim tæknilegu lausnum sem eru í boði. Kringlan hefur ávallt sett þarfir viðskiptavina númer eitt og eins og Sigurjón segir í viðtalinu við Morgunblaðið;

“Kringlan ætlar ekki bara að mæta væntingum viðskiptavina heldur fara fram úr þeim”.

Viðskiptavinir Kringlunnar munu verða varir við breytingar á komandi mánuðum, en innleiðing sem þessi tekur tíma og er í raun aldrei lokið, því væntingar viðskiptavina breytast ört, t.d. með nýrri tækni, og sömuleiðis mun Kringlan.

Til hamingju Ísland 🙂

Kringlan logo
%d bloggers like this: