Omni channel Bootcamp vinnustofa

Í framhaldi af fyrirlestri sem ég var með hjá SVÞ þann 29. janúar undir yfirskriftinni Að lifa af í breyttum heimi verslunar og þjónustu: Omni Channel stefnumörkun sem eykur samkeppnishæfni þíns fyrirtækis, býð ég í samvinnu við SVÞ upp á heilsdags vinnustofu þar sem þátttakendur fá tækifæri til að marka omni channel stefnu fyrir sitt fyrirtæki undir minni leiðsögn.

Á vinnustofunni munu þáttakendur:

  1. Kortleggja núverandi stöðu síns fyrirtækis – Skynja
  2. Greina tækifæri fyrirtækisins – Grípa
  3. Setja upp aðgerðaáætlun fyrir sitt fyrirtæki – Umbreyta

Afraksturinn verður skýr stefna og aðgerðaráætlun sem eflir samkeppnishæfni þíns fyrirtækis í sítengdum heimi.

Vinnustofan verður haldin þann 26. febrúar nk. frá kl. 9-5, svo framarlega sem næg þátttaka næst.

Verð fyrir SVÞ félaga:

Kr. 25.000 fyrir fyrsta aðila frá fyrirtæki en aðrir frá sama fyrirtæki greiða kr. 10.000,-

Verð fyrir aðra:

Kr. 45.000 fyrir fyrsta aðila en aðrir frá sama fyrirtæki greiða kr. 15.000,-

Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan. Upplýsingar um greiðslu verða sendar megintengilið fyrirtækisins. Skráning er ekki staðfest fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu. Athugið að SVÞ áskilur sér rétt til að afboða vinnustofuna ef ekki er næg þátttaka.

Smelltu hér til að skrá þig á vef SVÞ

Edda-vinnustofa-2019-vefmynd
%d bloggers like this: