Pets at Home kynnir nýja tegund verslana og heildarupplifun fyrir viðskiptavini sína

Stafræn umbreyting hefur verið mikið í umræðunni og lykil áhersla í framtíðarsýn fjölda fyrirtækja. Ég predika ítrekað að starfrænar lausnir eru mjög mikilvægur þáttur í nútíma smásölu EN lykillinn að árangri liggur ekki eingöngu í stafrænni tækni.

 
Lykilatriði er að leggja áherslu á heildarupplifun viðskiptavina á kaupferlinu og að sú upplifun sé hnökralaus (seamless).
Það hefst með því að móta og innleiða Omni channel sölu og markaðstefnu.

Peter Pritchard, Pets at Home group chief executive segir í viðtali: “The retail industry is constantly evolving, and many retailers are only targeting resources towards online platforms. We believe that this competitive landscape requires a combined online/offline offer to ensure the ultimate in convenience and personal service for our customers.”

Markmið Pets at Home er að bjóða heildræna upplifun fyrir viðskiptavini sína, t.d. dýralækna þjónustu, snyrtistofu fyrir dýr, hunda þvotta stöð og kennslu í umönnun dýra.  Einnig verður boðið upp á viðburði þar sem viðskiptavinir geta lært að snyrta dýrin sín, æfa hundana sína á hlaupabraut, bóka tíma í næringarráðgjöf og vigtun fyrir dýrin sín. Börn geta einnig haldið upp á afmælið sitt í Pets at Home verslununum og leikið sér á sérstöku barnasvæði.

Sýn Pets at Home sé miklu meira en bara staður til að versla dýramat og vörur.

Í samstafi við RSPCA þá mun Pets at Home einnig opna fyrstu ættleiðingarstofuna fyrir ketti.

Viltu skoða hvernig þú getur bætt upplifun þinna viðskiptavina? Smelltu þá hér og við skoðum málið. Það kostar ekkert að kanna málið..

Lesa frétt

#omnichannel #customerexperience #cx #seamless #retail #phd #consulting

%d bloggers like this: