beOmni aðstoðar stjórnendur og starfsfólk við að hámarka ánægju og tryggð viðskiptavina.
Með sérsniðinni ráðgjöf, fræðslu og þjálfun aðstoðar beOmni fyrirtæki á Íslandi við að aðlaga sig að síbreytilegum kröfum viðskiptavina svo þau haldi áfram að dafna.
Framtíðarsýn beOmni er að verslun á Íslandi dafni í alþjóðlegri og landamæralausri samkeppni, það á einfaldlega að vera BEST að versla á Íslandi.
Þannig tryggjum við arðsemi fyrirtækja og störf starfsfólks í verslun á Íslandi.

beOmni var stofnað árið 2017 af Dr. Eddu Blumenstein. Edda er doktor í Omni channel umbreytingu (e. Omni-channel transformation) og færni til framþróunar (e. dynamic capabilities) frá Viðskiptaháskólann í Leeds, Bretlandi. Edda er einnig með masters gráðu frá Háskólanum í Leeds, B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og Executive Coaching frá opna Háskólanum í Reykjavík (lýkur formlega í maí 2024).
Edda hefur áratuga reynslu af stjórnun, stefnumótun, innleiðingu og umbreytingu fyrir fjölda íslenskra verslunar- og þjónustufyrirtækja á borð við BYKO, Krónuna, Kringluna, Icepharma og Vífilfell og unnið með leiðandi heimsþekktum vörumerkjum, þ.m.t. Coca-Cola og Nike. Edda hefur haldið fjölda fyrirlestra um Omni-channel og nútíma verslunarhæfni, innanlands sem erlendis, skrifað kennsluefni fyrir Circus Street og kennir heildræna verslunarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Edda situr í stjórn Ormsson, SRX og TT3 og sat áður í stjórn Rannsóknaseturs verslunarinnar, þar sem hún mótaði og innleiddi nýja stefnu og umbreytingu viðskiptamódels. Edda hefur einnig unnið náið með Samtökum verslunar og þjónustu síðustu ár.