
Edda Blumenstein, eigandi og ráðgjafi beOmni.
Omni channel stefnumótunarferlið samanstendur af fimm lykilskrefum.

1. Grunnstoðir
Fyrsta skrefið í árangursríkri Omni channel stefnumótun er að skilgreina (eða skerpa á) núverandi hlutverki fyrirtækisins, marka framtíðarsýn og skilgreina megin markmið Omni channel innleiðingarinnar.
2. Stöðumat
Þegar grunnstoðirnar liggja fyrir er mikilvægt að kortleggja núverandi stöðu fyrirtækisins. Til að skilgreina hvert fyrirtækið stefnir þarf að vita hvar það stendur.
3. Tækifæragreining
Næst greinum við tækifæri til að mæta betur væntingum viðskiptavina á heildar kaupferlinu og bæta þannig ánægju þeirra og árangur fyrirtækisins.
4. Stefnumótun
Í kjölfar stöðumats og tækifæragreiningar mótum við skýra stefnu sem er klæðskerasniðin þínu fyrirtæk og væntingum þinna viðskiptavina.
5. Innleiðing
Að lokum sjáum við til þess að stefnan sé innleidd svo hún skili hámarksárangri fyrir viðskiptavini og fyrirtækið.
Omni channel stefnumótunin er í boði sem sjálfsnám, netráðgjöf og fyrirtækjaráðgjöf. Allt eftir þörfum og núverandi stöðu fyrirtækisins.
Endilega fylltu út formið hér að neðan til að fá nánari upplýsingar.
“Skemmtilegt og krefjandi ferðalag inn í nýja og spennandi tíma með frábærum fararstjóra, Eddu sem er með mikla ástríðu fyrir starfinu og kemur manni alla leið með jákvæðni og góðri eftirfylgni”
Ingibjörg Björnsdóttir, Dýrheimar
