Stjórnendur og starfsfólk leita í síauknu mæli leiða til að öðlast samkeppnissforskot og ná settum markmiðum. Þar getur stefnuþjálfun aðstoðað. Stefnuþjálfi (e. strategy coach) er sérfræðingur sem sérhæfir sig í að styðja við einstaklinga, teymi og fyrirtæki við að þróa og innleiða árangursríkar aðferðir til að ná settum markmiðum. Hvort sem um er að ræða persónulega þróun, þróun í starfi eða vöxt fyrirtækisins, þá veitir stefnuþjálfi ómetanlega leiðsögn og stuðning.
Dr. Edda Blumenstein er sérhæfður stefnuþjálfi. Með sérsniðinni stefnuþjálfun (e. strategy coaching) fyrir stjórnendur, starfsfólk og teymi styður Edda við einstaklinga, stjórnendur og teymi við að á hámarksárangri, til dæmis við mótun og innleiðingu á stefnu og þær áskoranir sem því kann að fylgja. Edda sérhæfir sig í því að styðja við og þróa hæfni stjórnenda og starfsfólks sem forgangsraðar ánægju viðskiptavina, tryggð og langvarandi árangri.
Hvað felst í stefnuþjálfun?
Í stefnuþjálfuninni styður Edda við þig/teymið í að kortleggja leiðina á drauma áfangastaðinn. Edda nýtir áratuga reynslu og sérhæfða þekkingu sína til að gera þér/teyminu kleift að taka upplýstar ákvarðanir og setja fram markvissar aðgerðir. Hér er nánari útskýring á hvað Edda gerir sem stefnuþjálfi:
- Skilgreina markmið: Edda vinnur með þér/teyminu við að setja markmið sem þú/teymið vill ná. Edda styður við þig/teymið í að skilgreina hvað þú vilt takast á við og tryggir að þessi markmið séu bæði raunhæf, tímasett og mælanleg.
- Mótun stefnu: Þegar markmiðin hafa verið ákveðin, styður Edda við þig/teymið í að skapa sértæka aðgerðaáætlun til að ná settum markmiðum. Það felst m.a. í að greina núverandi stöðu og framtíðarsýn. Edda styður síðan við þig/teymið í að hámarka og nýta styrkleika þína og tækifæri.
- Aðgerðaáætlun: Það er nauðsynlegt að skilgreina aðgerðir fyrir hvert markmið. Edda styður við þig/teymið við að búa til ítarlega aðgerðaáætlun með mælanlegum og tímasettum markmiðum, og styður svo við þig/teymið á sjálfri vegferðinni.
- Lausn vandamála: Áskoranir eru óhjákvæmilegar. Í þeim tilfellum styður Edda við þig/teymið í að greina ástandið, finna lausnir og aðlaga stefnuna og aðgerðir eins og þörf krefur.
- Hæfniþróun: Persónuleg þróun og þróun í starfi krefst oft nýrrar hæfni. Edda veitir þér/teyminu stuðning við að þróa þá hæfni sem nauðsynleg er til að ná hámarks árangri.
- Ábyrgð: Edda gerir þig/teymið ábyrgt fyrir þeim markmiðum sem þú hefur sett þér og hvetur þig/teymið til að halda áfram.
- Endurgjöf og stuðningur: Edda veitir uppbyggilega endurgjöf og rýnir til gagns, sé óskað eftir því, og veitir þér/teyminu stuðning.
- Endurmat og aðlaganir: Það er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og aðgerðirnar reglulega. Edda styður við þig/teymið við að meta árangurinn, aðlaga aðgerðaplanið eftir þínum þörfum/teymisins og setja e.t.v. ný markmið fyrir framtíðina.
Dæmi um vinsæla einstaklings- og teymismarkþjálfun:
- Hlutverk, stefna og framtíðarsýn
- Viðskiptavinurinn í áherslu
- Framþróun og breytingar
- Samstillt teymi og liðsheild
- Starfsþróun