Edda Blumenstein

Omni channel retail stefna

Með innleiðingu á Omni channel stefnu mætir þitt fyrirtæki kauphegðun og væntingum nútíma viðskiptavina. Omni channel sölu og markaðsstefna setur viðskiptavininn í fyrsta sæti með það að markmiði að bæta upplifun þeirra á heildarkaupferlinu!

Árangursrík innleiðing verslunar og þjónustufyrirtækja á markvissri Omni channel retail stefnu skilar sér í fleiri viðskiptavinum, sem versla meira í hvert skipti og versla oftar.

🛒 Omni channel viðskiptavinir eyða 4% meira í hvert skipti í verslun

🛒 Omni channel viðskiptavinir eyða 10% meira í hvert skipti í netverslun

🛒 Omni channel viðskiptavinir eyða að meðatali 15-35% meira í heildina

🛒 Omni channel viðskiptavinir eru tryggari, 23% fleiri kaupa aftur

beOmni stefnumótunarferlið

beOmni stefnumótunarferlið er fimm skrefa ferli sérsniðið fyrir verslun framtíðarinnar.

1. Grunnstoðir 

Mikilvægt er byrja því að skilgreina hlutverk, framtiðarsýn og stefnuáherslur Omni-channel stefnunnar. 

2. Stöðumat 

Næsta skref snýst um að greina núverandi hæfni fyrirtækisins.

3. Tækifæragreining

Því næst kortleggjum við tækifærin í að bæta upplifun viðskiptavina á hverju skrefi á kaupferlinu. 

4. Stefnumótun

Byggt á skrefum 1-3, mótum við Omni-channel stefnu fyrirtækisins sem er sérsniðin að þörfum viðskiptavina þíns fyrirtækis. 

5. Innleiðing

Síðasta skrefið snýr að innleiðingu og dýnamískri hæfni fyrirtækisins við að aðlagast og mæta síauknum væntingum viðskiptavina.

Velkomið að hafa samband ef þú vilt nánari upplýsingar – engin skuldbinding. 


Reynsla

Edda Blumenstein

Edda Blumenstein, eigandi og ráðgjafi beOmni, er doktor í Omni channel retailing. Í doktorsrannsókn sinni rannsakaði hún hvernig leiðandi retail fyrirtæki hafa innleitt Omni channel og byggt upp dínamíska verslunarhæfni.

Edda hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofur um allt sem viðkemur Omni channel, bæði á Íslandi og erlendis, þar með talið fyrir Akademías, Samtök Verslunar og þjónustu, Ímark og FKA.

Edda hefur skrifað Omni channel kennsluefni fyrir Circus Street og kennir Heildræna verslunarstefnu við Háskólann á Bifröst.

Edda hefur áratuga reynslu af stefnumótun, innleiðingu og umbreytingu fyrir leiðandi heimsþekkt vörumerki, þ.m.t. Coca-Cola og Nike, og aðstoðað íslensk smásölufyrirtæki á borð við BYKO, Krónuna, Icepharma, Kringluna, Dýrheima og Isavia við Omni channel stefnumótun.


Hvað segja fyrirtæki sem Edda hefur unnið með?

“Edda var leiðandi ráðgjafi Rekstrarfélags Kringlunnar við mótun nýrrar stafrænnar stefnu Kringlunnar.  Verkefnið er risastórt enda um að ræða miklar breytingar í verslun og þjónustu með mtt tækniframfara.  Verkið leiddi hún af krafti og mikilli fagmennsku.  Strax í upphafi setti hún fram verkáætlun og fylgdi henni vel eftir á allan hátt og smitaði út frá sér eldmóði og áhuga.  Edda mun áfram starfa þétt við hlið okkar við innleiðingu stafrænna nýjunga –  enda einstök fagmanneskja fram í fingurgóma. “

Baldvina Snælaugsdóttir, Markaðsstjóri Kringlunnar

“Edda Blumenstein er að mínu mati einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga þegar kemur að samþættingu stafrænna miðla eða mótunar OMNI channel stefnu fyrir fyrirtæki. Einmitt þess vegna völdum við hana til þess að stýra slíku verkefni fyrir Icepharma. Edda stýrði því verkefni af stakri snilld, hreif þátttakendur með sér, vann skipulega, hratt og faglega. Kom verkefninu afar vel til skila og þannig að auðvelt var að vinna það áfram. Við munum án efa nota krafta hennar áfram”.

Þuríður Hrund Hjartardóttir, Framkvæmdastjóri Smásölusviðs Icepharma

“Skemmtilegt og krefjandi ferðalag inn í nýja og spennandi tíma með frábærum fararstjóra, Eddu sem er með mikla ástríðu fyrir starfinu og kemur manni alla leið með jákvæðni og góðri eftirfylgni”

Ingibjörg Björnsdóttir, Stjórn Dýrheima

“Edda stýrði stefnumótun félagsins af miklum eldmóð, var hvetjandi og alltaf gaman að vinna með henni. Var mjög skipulögð og setti sig vel inní hvað okkar business snerist um. Markmið hverrar vinnulotu skýr og góð tímastjórnun”

Auðunn Ragnarsson, Framkvæmdastjóri Dýrheima

“Edda er orkubolti sem gaman er að vinna að verkefnum með. Ástríðan og þekkingin leynir sér ekki. Hún var með vinnustofu fyrir okkur hjá Já og var algjörlega frábær. Edda skerpti á áherslunum okkar. Vinnan skildi eftir meiri fókus og var hvetjandi. Hún er ennþá visst leiðarljós. Mæli með Eddu”.

Dagný Laxdal, Sviðsstjóri Viðskiptalausnasviðs Já,

“Edda really helped me to look at my business from a customer oriented view and gave my a deeper insight into what to focus on in the customer journey.” 

Rut Steinsen, CEO at SimplyBook.me

 “Ég mæli algjörlega með þessu Eddu fyrir þá sem vilja skapa skilvirka markaðsstefnu í takt við nútímann. Edda leiddi okkur í gegnum allt ferlið sem gaf mér betri skilning og ég eiginlega kynntist fyrirtækinu mínu uppá nýtt.  Það er algjör draumur að vera búin að kryfja reksturinn og komin með heilstætt plan.”  

Sólveig Guðmundsdóttir, eigandi Culiacan

Fyrirtæki sem ná hámarksárangri einbeita sér að framþróun.

Fyrirtæki sem eru eru föst í núinu verða skilin eftir.


Tölvupóstur: edda@beomni.is